Um það bil 28,4% allra nemenda fengu sérkennslu eða námsstuðning á skólaárinu 2014-2015. Það eru um 12.263 nemendur allt í allt. Það er fjölgun um heila 60 nemendur frá árinu á undan. Frá þessu er sagt í frétt Hagstofu.

Fjöldi nemenda sem þurfa sérkennslu hefur þá aldrei verið svo há og á tímabilinu. Þó hefur hlutfallið verið hærra, en árið 2013-2014 nam það 28,6%. Af þeim sem fengu sérstuðning voru 61,5% drengir og 38,5% stúlkur. Því má segja að ljóst sé að eitthvað valdi því að það halli á drengi í skólakerfinu.

Fjöldi nemenda sem hafa erlent móðurmál og fá stuðning vegna íslenskunáms hefur þá einnig fjölgað um 64,6% á síðustu fimm árum, en þeir nemendur voru 2.374 á síðasta tímabili. Þá eru nemendur með erlent móðurmál rúmlega 3200 talsins.