*

sunnudagur, 26. maí 2019
Innlent 19. nóvember 2018 17:31

40 milljóna sektir vegna heimagistingar

Síðan átak vegna óskráðrar heimagistingar hófst hefur lögreglan stöðvað starfsemi þriggja gististaða.

Ritstjórn
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar.
Haraldur Guðjónsson

Sektir vegna óskráðrar heimagistingar undanfarna tvo mánuði nema nærri 40 milljónum króna samkvæmt svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn Maríu Hjálmarsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar á Alþingi.

Um mitt sumar ákvað Þórdís Kolbrún að leggja 64 milljónir króna í árslangt átak til að fylgjast með hvort heimagisting væri skráð hjá Sýslumanni líkt og lög kveða á um, til dæmis af íbúðum á vefnum Airbnb. Frá ársbyrjun 2017 gat fólk leigt út eigin húsnæði í 90 daga á ári gegn ef það skráði húsnæðið hjá Sýslumanni. 

Síðan þá hefur lögregla stöðvað starfsemi þriggja rekstrarleyfisskyldra gististaða á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur heimagistingarvakt óskað eftir lögreglurannsókn eða lokun á átta rekstrarleyfisskyldum gististöðum utan höfuðborgarsvæðisins. Um miðjan september hóf sýslumaður að sekta vegna brota á reglunum en þann 7. nóvember námu sektirnar 39,6 milljónum króna. Þá hafa skráningar fóru hins vegar hægt af stað en á þessu ári hefur heimagistingum þó fjölgað um 80% prósent miðað við árið 2017.

Þórdís Kolbrún segir að grípa eigi til frekari aðgerða. Á næstunni verði lagt fram frumvarp sem veiti sýslumanni frekari heimildir til að beita sér vegna lögbrota þó formlegt eftirlit verði áfram hjá lögreglu. „Það að færa beitingu viðurlaga, í formi stjórnvaldssekta, til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu leiðir til samræmingar á málsmeðferð og til einföldunar og aukinnar skilvirkni í málum sem varða ólögmæta gististarfsemi. Markmiðið er eftir sem áður að fækka lögbrotum, en hingað til hafa brot á reglum um rekstrarleyfisskylda gististarfsemi í atvinnuskyni sjaldnast leitt til útgáfu ákæru. Má það að hluta rekja til þess að lögregla þarf að forgangsraða verkefnum, m.a. með tilliti til alvarleika afbrota og öryggis- og löggæslusjónarmiða,“ segir í svari ferðamálaráðherra.

Stikkorð: heimagisting
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim