*

mánudagur, 25. mars 2019
Innlent 3. apríl 2018 14:23

65% samdráttur í viðskiptum milli ára

Skuldabréfaviðskipti í kauphöllinni drógust saman milli febrúar og mars þegar þau náum tæpum 70 milljörðum króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Heildarviðskipti með skuldabréf í kauphöll Nasdaq Iceland námu 68,6 milljörðum króna í síðasta mánuði, sem samsvarar 3,4 milljarða veltu á dag.

Er það 27% lækkun veltu frá febrúarmánuði, þegar viðskiptin námu 4,7 milljörðum á dag. Ef miðað er við viðskiptin í mars 2017 er um 65% samdrátt en þá námu þau 9,7 milljörðum króna á dag.

Alls námu viðskipti með ríkisbréf 49,0 milljörðum, viðskipti með bankabréf námu 13,3 milljörðum, og viðskipti með íbúðabréf námu 1,8 milljörðum að því er fram kemur í viðskiptayfirliti kauphallarinnar.

Mest viðskipti eftir skuldabréfaflokkum:

  • 9,6 milljarða viðskipti voru með RIKS 21 04414
  • 7,9 milljarða viðskipti voru með RIKB 25 0612
  • 7,1 milljarða viðskipti voru með RIKB 20 0205
  • 6,9 milljarða viðskipti voru með RIKB 28 1115

Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,7% í mars og stendur hún nú í 1.373 stigum. Óverðtryggða skuldabréfavísitala Kauphallarinnar hækkaði um 0,1% og sú verðtryggða hækkaði um 1,1%.

Ef skoðað er eftir því hverjir eru með mestu hlutdeild viðskiptanna sést

  • 17,4% skuldabréfaviðskipta í mars voru á vegum Landsbankans, en bankinn var með 19,0% viðskipta á árinu.
  • 17,1% skuldabréfaviðskipti í mars voru á vegum Kviku banka, en bankinn er með 14,5% á árinu.
  • 16,4% í mars og yfir árið voru hjá Íslandsbanka.