*

sunnudagur, 20. janúar 2019
Innlent 7. desember 2015 14:35

95% raforkunotkunar Úrúgvæ er endurnýjanleg

55% heildarorkunotkunar landsins er knúin af endurnýjanlegri orku, og heil 95% raforkunotkunar þess.

Ritstjórn
epa

Úrúgvæ reiðir sig á blöndu tegunda endurnýjanlegrar orku. Meðal annars eru vindtúrbínur, sólarorka, lífefnaorka og vatnsafl. Þegar allt er talið saman myndar þessi endurnýjanlega orka rétt rúmlega 55% af heildarorkunotkun Úrúgvæ, meðan það hún er 95% af notaðri raforku landsins.

Til hliðsjónar má nefna að heimsmeðaltal endurnýjanlegrar orku sem hlutfall af heildarorkunorkun er rétt í kringum 12%, sem setur Úrúgvæ hátt á listann yfir þau lönd sem nota mest af endurnýjanlegri orku.

Sterk samvinna milli einkaaðila og ríkisaðila hefur gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu umhverfisvæns orkuiðnaðarins, en sérlega er athyglisvert hversu hraðskreiðar breytingar Úrúgvæ hafa verið. Það var ekki seinna síðan en 2008 sem ríkisstjórn landsins hrinti af stað 25 ára áætlun um aukningu notkunar endurnýjanlegrar orku.