*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 30. ágúst 2018 13:39

Afgangur borgarinnar í takt við áætlun

Afgangur af rekstri A- og B hluta Reykjavíkurborgar nam 9,15 milljörðum króna á fyrri árshelmingi, rétt rúmu prósenti undir áætlun.

Ritstjórn
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar.
Haraldur Guðjónsson

A- og B hlutar Reykjavíkurborgar skiluðu 9,15 milljarða króna afgangi á fyrri hluta ársins, rúmu prósenti undir áætlun, og aðeins tæpur helmingur þess 18,6 milljarða króna afgangs sem var á rekstri borgarinnar á sama tímabili í fyrra.

Afgangur A-hluta var rúmir 3,7 milljarðar, rúmlega tvöfalt yfir þeim tæpu 1,8 milljörðum sem spáð hafði verið.

Rekstrartekjur samstæðunnar námu rúmum 90 milljörðum, sem er 7% aukning frá fyrra ári, en rekstrargjöld 74,4 milljörðum, rúmlega 6% meira.

Í tilkynningu um málið eru helstu frávik frá áætlun samstæðu sögð mega rekja til lægri tekjufærðra matsbreytinga fjárfestingaeigna Félagsbústaða og hærri fjármagnsgjalda samstæðunnar vegna gangvirðisbreytinga innbyggðra afleiða í raforkusamningum hjá Orkuveitu.

Heildareignir samstæðunnar námu í lok júní 598 milljörðum króna, heildarskuldir ásamt skuldbindingum 302 milljörðum, og eigið fé því 296 milljörðum, en þar af var hlutdeild meðeigenda tæpir 16 milljarðar. Eiginfjárhlutfall er 49,6%, en var 49,0% um síðustu áramót.

Stikkorð: Reykjavíkurborg
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim