Fimmtudagur, 8. október 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Agnar nýr framkvæmdastjóri GKG

8. ágúst 2012 kl. 13:42

Agnar Már Jónsson

Agnar Már Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG)

Agnar Már Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG).

Agnar tekur við starfinu af Valgeiri Tómassyni sem heldur utan til náms.

Agnar hefur unnið við ýmis stjórnunarstörf í gegnum árin, var meðal annars framkvæmdastjóri hjá Símanum og Samskipum en hann var forstjóri Opinna kerfa og starfandi stjórnarformaður hjá Exton ehf.

Þá hefur Agnar gegnt framkvæmdastjórastöðu PGA á Íslandi undanfarin fjögur ár og setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja.

Agnar lauk BS prófi í tölvunarfræðum frá HÍ 1994.Allt
Innlent
Erlent
Fólk