*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 25. júní 2015 13:55

Áhyggjuefni að reynslulausir lögmenn reki eigin stofur

Formaður Lögmannafélagsins vill setja nýútskrifuðum lögfræðingum skorður varðandi lögmannsstörf.

Ritstjórn
Reimar Pétursson er formaður Lögmannafélags Íslands.
Haraldur Guðjónsson

Lögmannafélag Íslands segir það áhyggjuefni að reynslulausir lögfræðingar stofni eigin lögmannsstofur hér á landi og selji þjónustu sína sem fagþjónustu, líkt og dæmi eru um. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins, segir í samtali við RÚV að ekki sé gerð krafa um starfsreynslu í íslenskum lögum áður en menn verði lögmenn. „Þetta finnst okkur skjóta skökku við. Vegna þess að dyggðir lærast auðvitað ekki nema með því að iðka þær.“

Reimar segir að í öllum helstu starfsgreinum sem feli í sér verkkunnáttu sé gerð krafa um að menn ástundi iðnirnar í ákveðinn tíma áður en þeir byrji að starfa sjálfstætt á sviðinu. Þannig sé þessu ekki farið um íslenska lögmenn og því hafi menn enga tryggingu fyrir því að þeir sem starfi sem slíkir kunni fag sitt til hlítar.

„Menn verða að velta fyrir sér hvort það sé ekki mikilvægt að tryggja að fólk fái almennilega lögfræðiþjónustu hér á landi," segir Reimar.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim