*

þriðjudagur, 26. mars 2019
Erlent 20. október 2018 09:02

Ánetjað mannkyn

Sala hefðbundinna farsíma hefur mjög dregist saman síðustu misseri en snjallsímar sótt á.

Ritstjórn

Tölur um framrás tæknibyltingar í fjarskiptum benda til þess að þess sé vart langt að bíða að þorri mannkyns verði samtengdur um net, snjallsíma og ámóta tækni. Nú þegar er liðlega helmingur mannkyns nettengdur og þorri þeirra notar félagsmiðla að staðaldri eða um 44% mannkyns.

Þá er ekki síður athyglisvert að ⅔ mannkyns eiga og nota farsíma. Sala hefðbundinna farsíma hefur mjög dregist saman síðustu misseri en snjallsímar sótt á. Því má eiga von á því að innan skamms fjölgi hinu ánetjaða mannkyni enn frekar en mestöll aukningin síðustu ár hefur verið um snjallsíma í þróunarheiminum.