*

mánudagur, 23. október 2017
Innlent 22. júlí 2012 13:56

Annað hagkerfi fyrir norðan

Samdráttur var á Akureyri árið 2006 þegar krónan var sterk en árið 2008 þegar krónan veiktist þá var 10%hagvöxtur.

Edda Hermannsdóttir
Birgir Ísl. Gunnarsson

Fleiri kaupsamningar hafa verið gerðir á Akureyri en í Reykjavík ef miðað er við íbúafjölda. Íbúum á Akureyri hefur fjölgað eftir hið viðburðaríka ár 2008 á meðan íbúum í Reykjavík hefur fækkað lítillega.

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunnarfélags Eyjafjarðar, segir atvinnumál vera ágæt á Akureyri og nýjustu tölur frá Vinnumálastofnun sýna að atvinnuleysi á svæðinu vera 2,9% sem er töluvert undir landsmeðaltali sem er 4,8%. Ferðaþjónustan og sjávarútvegur eru greinar sem eru sterkar á svæðinu og ferðamannaþjónustan hefur verið að auka vægi sitt verulega.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan