*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Erlent 29. janúar 2016 17:35

Apple gæti skipt út hleðslusnúrunum fyrir þráðleysi

Þráðlaus snjallsímahleðslutæki gætu tekið við af hvítu Lightning-tengjunum sem Apple notast við.

Ritstjórn
epa

Bloomberg sagði frá því í dag að heimildir þeirra hermdu að Apple vinni nú að því að hanna og þróa þráðlaus hleðslutæki fyrir iPhone-snjallsíma sína.

Slík tækni er ekki algjörlega nú af nálinni. Keppinautar Apple hafa sumir hverjir prófað sig áfram með hana - en þá hefur verið hægt að skilja símann sinn eftir á þar til gerðri mottu eða þvíumlíku.

Þá má einnig nefna að Apple hefur þegar þróað sérstaka hleðslutækni með Apple Watch-snúrunum - þær eru með segli sem festir sig við bakhlið úrsins og hleður rafhlöðuna án þess að stinga hleðslusnúru inn í úrið sjálft.

Orðrómarnir sem um ræðir telja þó líklegra að Apple vinni að því að þróa hleðslugræjur sem draga einhverju lengra. Þá gætirðu e.t.v. setið við skrifborðið og haft símann í vasanum, meðan hann hlæðist. 

Ýmisleg vandamál fylgja þó slíku fyrirkomulagi. Til að mynda verður milliflutningur orku sífellt óskilvirkari því lengra sem bilið milli móttakandans og sendandans verður.

Stikkorð: Apple iPhone Rafhlaða Hulstur
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim