*

mánudagur, 23. október 2017
Erlent 31. júlí 2012 20:53

Apple hækkar og Facebook lækkar

Bandarísk hlutabréf lækkuðu lítillega í dag. Hlutabréf Facebook lækkuðu um 6,2% í dag og hafa aldrei verið lægri.

Ritstjórn
Getty Images

Hlutabréf á Wall Street lækkuðu í dag. Dow JOnes lækkaði um 0,49%, Nasdaq um 0,21% og S&P um 0,43%.

Gengi hlutabréfa samskiptasíðunnar Facebook lækkuðu um 6,22% og standa í 21,71. Hefur gengið aldrei verið lægra.

Gengi Apple hefur hins vegar hækkað komið á sama stað og fyrir birtingu uppgjör fyrir viku síðan. Hlutabréfin hækkuðu í dag um 3,64% og er gengið nú 610.

Stikkorð: hlutabréf Apple Wall Street Facebook