*

laugardagur, 25. maí 2019
Innlent 15. nóvember 2018 16:41

Arion semur við Citi vegna Valitor

Arion banki gaf í dag út víkjandi skuldabréf í fyrsta sinn.

Ritstjórn
Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka.
Haraldur Guðjónsson

Arion banki hefur samið við bandaríska fjárfestingabankann Citi um ráðgjöf vegna fyrirhugaðrar sölu Valitor, sem er í eigu Arion banka. Bankinn að von að frekari upplýsingar verð gefna um næstu skref á næstu 6-12 mánuðum.

Þá gaf bankinn einnig út víkjandi skuldabréf í fyrsta sinn í dag að andvirði 500 milljón sænskra króna, um 6,9 milljarðar íslenskra króna. Bankinn segir í tilkynningu að það sé gert að markmiði „ná fram hagkvæmri skipan eiginfjár“. Bankinn hefur sett sér það markmið að lækka hefðbundið eigið fé félagsins, með aukinn útgáfu víkjandi skuldabréfa. 

Nordea, Swedbank og SEB sáu um útgáfuna fyrir hönd bankans.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim