*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 13. ágúst 2015 10:59

Askja hagnaðist um 82 milljónir

Talsverður viðsnúningur varð á rekstri Bílaumboðsins Öskju á síðasta ári.

Ritstjórn
Jón Trausti Ólafsson er framkvæmdastjóri Öskju.

Bílaumboðið Askja hagnaðist um 81,6 milljónir króna á síðasta ári, sem er töluverður viðsnúningur frá árinu 2013 þegar fyrirtækið tapaði 28,7 milljónum króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins.

EBITDA félagsins nam 274 milljónum króna í árslok og jókst um 161 milljón króna milli ára. Eignir fyrirtækisins námu 3.027 milljónum króna í lok ársins en skuldir voru 2.690 milljónir króna. Eigið fé fyrirtækisins nam því 337 milljónum króna í árslok samkvæmt efnahagsreikningi.

Stjórn fyrirtækisins ákvað að leggja til að ekki verði greiddur arður til hluthafa félagsins. Hlutfé félagsins nam 182,8 milljónum króna í árslok og var það allt í eigu Top ehf., en það félag er í eigu Frosta Bergssonar, Hjörleifs Jakobssonar, Knúts Grétars Haukssonar, Bert Hanson, Egils Ágútssonar og Jóns Trausta Ólafssonar.

Bílaumboðið Askja er með umboð á Íslandi fyrir Daimler AG, framleiðanda Mercedes-Benz bifreiða, og KIA Motors Corporation, framleiðanda KIA bifreiða. Jón Trausti Ólafsson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim