Netflix hyggst hækka mánaðaráskrift algengustu áskriftarleiðar félagsins í Bandaríkjanum um 10%, úr 10 Bandaríkjadollurum í 11 dollara eða tæplega 1.200 krónur. Bloomberg greinir frá.

Netflix segir hækkunina eiga standa undir metnaðarfullri dagskrárgerð efnisveitunnar. Efnisveitan hyggst verja um 630 milljörðum króna í dagskrárgerð sína á þessu ári og um 740 milljörðum króna á því næsta. David Wells, fjármálastjóri Netflix, hefur gefið í út að það kunni að styttist í fyrsta 20 milljón dollara þáttinn sem samsvarar 2,1 milljörðum króna. Netflix hyggst gefa út yfir 200 þætti og kvikmyndir á þessu ári.

Hlutabréf í Netflix hækkuðu í kjölfarið um 4,5%, sem bendir til þess að fjárfestar telji fyrirtækið geta viðhaldið vextinum fyrirtækisins, þrátt fyrir hærri áskriftargjöld

Dýrari áskrifarleið Netflix hækkar um 17% í 14 dollara, um 1.500 krónur. Ódýrasta áskriftarleiðin Vestanhafs mun hins vegar áfram vera 8 dollarar, eða 850 krónur.