*

föstudagur, 26. apríl 2019
Erlent 17. desember 2015 15:00

Bandaríkjadalur styrkist

Gengi dollarans gagnvart sínum helstu keppinautum hefur styrkst talsvert síðan tilkynnt var um stýrivaxtahækkun í gær.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Gengi bandaríkjadals á móti evru og japanska yeninu hefur styrkst síðan Janet Yellen, seðlabankastjóri bandaríska seðlabankans, tilkynnti um 25 punkta stýrivaxtahækkun í gær.

Hækkunin var sú fyrsta í heil sjö ár, en þá höfðu stýrivextir verið við núll prósentu markið - á milli 0%-0,25%. Hækkunin varð til þess að gera fjárfesta bjartsýnni á framtíðargengi bandaríkjadals, en Yellen hefur minnst á að bankinn komi til með að hækka stýrivexti meira í framtíðinni, hægt og bítandi þó. 

Frá og með morgni hefur dalurinn styrkst um 0,3% mót evrunni og um það bil prósentustig gagnvart yeninu. Þó veiktist dalurinn mót gjaldmiðlum í upprennandi mörkuðum á borð við Indland, en á móti rúpíunni indversku veiktist dalurinn um 0,2%.

Stikkorð: Japan Bandaríkin Gjaldeyrir Stýrivextir Evrópa Seðlabanki Yen Evra Bandaríkin Janet Yellen Dalur Rúpía
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim