*

mánudagur, 27. maí 2019
Innlent 23. september 2018 13:42

BBC fjallar um afmæli íslenska hrunsins

Breska ríkisútvarpið tók 10 ára afmæli hrunsins á Íslandi fyrir í næstum klukkutíma löngum þætti.

Ritstjórn
Í þættinum er sagt frá því að á lóðinni þar sem nýtt hótel Marriot keðjunnar í miðbæ Reykjavíkur rís nú hafi átt að rísa Dubai norðursins, fjármálamiðstöð í kringum höfuðstöðvar Landsbankans, en tóm lóðin hafi verið minnisvarði um hrunið.
Haraldur Guðjónsson

Í þætti breska ríkisútvarpsins, BBC, um hvernig alþjóðlega fjármálahrunið hafði áhrif á íslenskt samfélag, nú 10 árum seinna er er rætt við fjölda íslenskra viðmælenda.

Í þættinum sem hefst á því að útvarpsmaðurinn lýsir stórbrotinni náttúru Vestfjarða þegar hann fer út á línuveiðar frá Suðureyri er síðan fjallað um aðdraganda uppbyggingar og útrásar íslensks efnahagslífs í aðdraganda hrunsins, en síðan afleiðingar þess á þjóðfélagið allt.

Má þar nefna stjórnmálin, og efnahagslífið, en einnig sálræn áhrif og þau djúpu sár sem víða eru enn, bæði í borgarlandslaginu í formi byggingarlóða sem nú er verið að fylla með hótelum sem og í sálarlífi einstaklinga.

Hér má hlusta á þáttinn á vef BBC.

Stikkorð: Ísland bankar BBC fjármálahrun ríkisútvarp
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim