*

laugardagur, 20. apríl 2019
Erlent 24. júlí 2018 16:33

Bitcoin hækkar á ný

Bitcoin hefur hækkað um 25% það sem af er júlímánuði, en er enn um 60% lægra en þegar það var sem hæst undir lok síðasta árs.

Ritstjórn
Bitcoin var fyrsta rafmyntin, og er lang þekktust og verðmætust meðal rafmynta í dag.
epa

Verð einnar einingar af rafmyntinni Bitcoin fór nýlega yfir 8000 dollara, um 850 þúsund íslenskar krónur, samkvæmt Wall Street Journal. Verðið hefur ekki verið svo hátt síðan 21. maí, en það hefur fallið mikið það sem af er árinu, eftir að hafa hæst náð um 20 þúsund dollurum undir lok síðasta árs.

Það sem af er júlí hefur rafmyntin hækkað um fjórðung, en greiningaraðilar vilja meina að jákvæðnina megi að miklu leyti þakka möguleikanum á fyrsta Bitcoin-kauphallarsjóðnum (ETF). Orðrómar um að slíkur sjóður verði loksins samþykktur af Fjármálaeftirliti Bandaríkjanna hafa gengið manna á milli, segir Adrian Lai, framkvæmdastjóri BlackHorse Group, fjárfestingafyrirtækis sem sérhæfir sig í rafmyntum, í samtali við Wall Street Journal. Ef af því verður myndi það auka áhuga almennra fjárfesta á Bitcoin.

Líkt og svo oft áður hækkuðu aðrar rafmyntir að einhverju leyti í takt við hækkun Bitcoin, en teikn eru á lofti um að hin upphaflega rafmynt sé að aðskilja sig enn frekar frá hinum. Í janúar var heildarmarkaðsvirði Bitcoin um þrijðungur virðis allra rafmynta til samans, en í dag er það rétt tæpur helmingur.

Lai sagði þó spennuna yfir hugsanlegum kauphallarsjóðum merki um að margir væru að leita að ástæðu til að vera jákvæðir, eftir það erfiða ár sem Bitcoin hefur átt hingað til.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim