*

laugardagur, 19. janúar 2019
Innlent 25. febrúar 2018 13:09

Bitcoin sóun á orku, hugviti og búnaði

Jón Daníelsson segir að betra væri ef að frumkvöðlar væru að búa til næsta Google en næstu rafmynt.

Ingvar Haraldsson
Jón Daníelsson hefur takmarkaða trú á Bitcoin og öðrum rafmyntum.

Á þessu ári stefnir í að gagnaver hér á landi sem grafa eftir rafmyntum, einna helst Bitcoin, muni nota meiri orku en íslensk heimili.

Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics, segir að með rafmyntunum sé verið að sóa orku, tölvubúnaði og kröftum vel gefinna einstaklinga sem gætu verið að gera eitthvað annað gagnlegra.

„Þetta skilar engu til samfélagsins, þetta tekur frá samfélaginu orku, tölvubúnað og hugvit sem mætti nota fyrir eitthvað annað. Allt klára fólkið sem er að gera þetta er ekki að gera aðra hluti sem skipta meira máli á sama tíma. Það eru ekki til það margir góðir frumkvöðlar í heiminum að maður myndi frekar vilja að þeir væru að búa til næsta Google en næstu rafmynt,” segir Jón.

Þá gagnrýnir Jón einnig hagræna eiginleika rafmynta, og segir allt eins gott að safna frímerkjum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Jón Daníelsson Bitcoin