*

laugardagur, 20. apríl 2019
Fólk 13. september 2018 15:01

Bjarni Már rekinn frá ON

Þórður Ásmundsson hefur tekið tímabundið við stjórn ON vegna óviðeigandi framkomu fyrrverandi framkvæmdastjóra.

Ritstjórn
Bjarni Már Júlíusson sem hefur starfað sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar hefur verið látinn fara.
Aðsend mynd

Þórður Ásmundsson hefur verið ráðinn til að gegna starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar til bráðabirgða eftir að stjórn fyrirtækisins ákvað á fundi um miðjan dag í gær að binda enda á ráðningu fyrrverandi framkvæmdastjóra.

Bjarni Már Júlíusson, sem ráðinn var til starfa í nóvember 2016, hefur látið af störfum. Starfslok fyrrverandi framkvæmdastjóra eru sögð í fréttatilkynningu tengjast tilvikum þar sem framkoma hans gagnvart samstarfsfólki var óviðeigandi. Það er tekið alvarlega af stjórn Orku náttúrunnar segir þar jafnframt.

Starfið verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. Þórður hefur starfað hjá Orku náttúrunnar frá stofnun, árið 2014, fyrst sem verkefnisstjóri og síðan sem forstöðumaður tækniþróunar.

Þórður útskrifaðist sem vél- og orkutæknifræðingur frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008. Þórður var verkefnastjóri hjá ON frá stofnun fyrirtækisins 2014 og var meðal annars verkefnisstjóri lagningar Hverahlíðarlagnar.

Þar áður vann hann hjá verkfræðistofunni Mannviti ehf. í níu ár, 1995-2014, við verkefnaeftirlit, verkefnastjórn og síðast sem viðskiptastjóri. Hann tók við starfi forstöðumanns Tækniþróunar ON í febrúar 2017.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim