*

mánudagur, 27. maí 2019
Innlent 16. maí 2018 17:38

Bjarni segir að gjöldin hækki ekki

Bílgreinasambandið lýsti áhyggjum sínum að verðhækkun á bílum gæti verið mikil vegna staðlabreytinga.

Ritstjórn
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra
Haraldur Guðjónsson

Um helgina fjallaði Viðskiptablaðið um mögulega stórfellda verðhækkun á bílum vegna evrópskra staðlabreytinga. 

Bílgreinasambandið lýsti áhyggjum sínum um að verðhækkun á bílum gæti numið 20 til 30 prósentum vegna nýja mengunarstaðalsins.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði í samtali við fréttir Stöðvar 2 að hans mat væri það að verðhækkun á bílum vegna þessara staðlabreytinga væri ekki í samræmi við tilgang vörugjaldslaga. 

Segist hann skilja málið þannig að staðlar séu að breytast en ef hvorki mengun né vörugjöldin aukist þá muni gjöldin ekki hækka. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim