*

mánudagur, 19. nóvember 2018
Erlent 29. maí 2017 12:20

BMW stöðvar framleiðslu

Skortur á aukahlutum í stýribúnað veldur framleiðslustöðvun.

Ritstjórn
epa

Þýski bílaframleiðandinn BMW hefur þurft að stöðva framleiðslu í starfsstöðvum sínum í Kina og Suður-Afríku vegna skorts á aukahlutum í stýribúnað bíla félagsins.

Í frétt Bloomberg segir að starfsstöðvar félagsins í Shenyang í Kína, Rosslyn í Suður-Afríku verða lokaðar í dag. Ástæðan er sú að Ítalskur birgi bílaframleiðandans hefur ekki náð að uppfylla þörf BMW á aukahlutum sem þarf í framleiðslu félagsins.

Þetta eru ekki einu starfsstöðvar fyrirtækisins sem finna fyrir skorti á aukahlutum þar sem framleiðslu í Leipzig í Þýskalandi verður að hluta til lokuð í dag efitr að hafa verið lokuð á föstudag. 

Talsmaður félagsins Michael Rebstock hefur sagt að fyrirtækið viti ekki hvenær framleiðsla geti hafist að fullu á nýjan leik en sagði að starfshópur ynni að því að leysa vandamálið. Hann sagði einnig að fjárhagslegur skaði fyrirtækisins vegna framleiðslustöðvunarinnar væri viðráðanlegur en ekki væri hægt að meta tjónið nákvæmlega að svo stöddu.