*

föstudagur, 20. október 2017
Innlent 17. ágúst 2012 09:34

Borgin sektar Ingunni Wernersdóttur

Athafnakonan Ingunn Wernersdóttir keypti Esjuberg í Reykjavík árið 2007. Húsið var friðað árið 1978 en er nú komið í niðurníðslu.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Inn Fjárfesting, félag Ingunnar Wernersdóttur, skuldar rúmar 5,2 milljónir króna í dagsektir seinagangs við framkvæmdir á húsinu Esjubergi í Þingholtsstræti. Ingunn keypti húsið árið 2007 og er það í niðurníðslu. 

Húsið var byggt árið 1916 og í kringum 700 fermetrar að stærð. Það þótti á árum áður með glæsilegustu húsum borgarinnar. Það var friðað árið 1978. Þar var áður Borgarbókasafn Reykjavíkur. Guðjón Már Guðjónsson, löngum kenndur við tæknifyrirtækið Oz, keypti það í kringum síðustu aldamót. Hann seldi það síðan norska listmálaranum Odd Nedrum.

Fram kemur í DV í dag a Reykjavíkurborg hafi í nóvember í fyrra lagt 25 þúsund króna dagsektir á Ingunni vegna ástandsins á húsinu. Blaðið hefur eftir Harra Ormssyni, byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar og lögfræðingi, að Ingunni verði að hefja framkvæmdir innan ákveðins tímaramma ella taki borgin húsið af henni þegar sektirnar verði orðnar mjög háar og geri borgin þá húsið upp. Hann bendir þó á að Ingunn hafi hug á að nota fjármunin til að koma Esjubergi í viðunandi ástand.