*

föstudagur, 22. júní 2018
Erlent 25. ágúst 2017 11:11

Boris segir Breta munu borga fyrir útgöngu

Boris Johnson utanríkisráðherra Bretlands hefur bakkað frá fyrri staðhæfingum og styður nú hugmyndir um mýkri útgöngu landsins úr ESB.

Ritstjórn
epa

Utanríkisráðherra Bretlands, Boris Johnson sem var einn helsti talsmaður útgöngu landsins úr Evrópusambandinu segir að nauðsynlegt geti verið að útgangan taki tíma og innihaldi aðlögunartímabil og jafnvel að Bretland greiði Evrópusambandinu fyrir útgönguna.

Í júlí sagði hann upphæðina sem ESB vildi fá frá Bretlandi vera fjárkúgun og Brussel gæti „blístrað“ fyrir peningunum. Á föstudag sagði hann þau orð vísa til hugmynda um allt að 100 milljarða evra greiðslu, sem jafngildir um 12.688 milljörðum íslenskra króna að því er Bloomberg segir frá.

„Auðvitað munum við standa við skuldbindingar okkar,“ sagði Boris Johnson en í kosningabaráttunni keyrði hann um á strætisvagni með slagorðum um að hætta ætti að senda peninga til Brussel. „Við erum löghlýðin, reikningsborgandi fólk. Við munum auðvitað borga okkar skuldbindingar.“

Stikkorð: ESB Bretland Boris Johnson fjárkúgun Brexit útganga