*

mánudagur, 28. maí 2018
Erlent 20. mars 2017 15:37

Brexit ferlið hefst formlega í næstu viku

Greint hefur verið frá því að formlegt úrsagnarferli Breta gagnvart Evrópusambandinu hefjist í næstu viku, eða þann 29. mars næstkomandi.

Ritstjórn
epa

Greint hefur verið frá því að formlegt úrsagnarferli Breta gagnvart Evrópusambandinu hefjist í næstu viku, eða þann 29. mars næstkomandi. Um málið er meðal annars fjallað á BBC.

Á miðvikudaginn í næstu viku mun May því virkja 50. grein Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins um úrsögn landsins úr ESB.

Talsmaður Evrópusambandsins segir að sambandið bíði nú eftir bréfinu og sé reiðubúið til að hefja ferlið. Ef allt gengur eftir áætlun hjá Bretum verða þeir búnir að yfirgefa ESB á tveimur árum, eða í mars árið 2019.