Framkvæmdir eru hafnar við 150 herbergja hótel við Hlemm í Reykjavík. Hluti hótelsins verður í gömlu skrifstofuhúsnæði en hinn hlutinn verður í viðbyggingu. Stefnt er að því að hótelið verði komið í fullan rekstur í júní 2016. Morgunblaðið greinir frá.

Framkvæmdaraðili er Mannverk og á það verkefnið ásamt CenterHotels. „Á næstu fimm árum mun ásýnd Hlemmssvæðisins gjörbreytast til hins betra. Það er spennandi að sjá hvað borgin ætlar að gera við gamla Hlemm. Það felast gríðarleg tækifæri í svæðinu; ein hugmyndin væri að láta gamla Hlemm víkja fyrir glæsilegu torgi sem kallast á við Austurvöll,“ segir Hjalti Gylfason, eigandi Mannverks, í samtali við Morgunblaðið.