*

föstudagur, 19. október 2018
Erlent 18. apríl 2018 18:49

Diaz-Canel tekur við af Castro

Í hartnær sex áratugi hafa Castro bræður verið forsetar Kúbu, fyrst Fidel Castro en svo Raul Castro.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Varaforseti Kúbu Miguel Mario Diaz-Canel Bermudez hefur verið valinn til þess að taka við af Raul Castro sem forseti landsins. Í frétt Bloomberg segir að markmiðið sé að tryggja að eins flokks kerfi landsins lifi lengur en stofnendur þess. 

Raul Castro, bróðir Fidel Castro, mun þó áfram verða formaður Kommúnistaflokksins en það er valdamesta embættið í Kúbu. Hann mun því enn um sinn vera valdamesti maður landsins.

Bræðurnir Raul og Fidel hafa samanlagt haft alger völd á Kúbu í tæplega sex áratugi. Nýr varaforseti er Salvador Valdes Mesa en hann hefur gegnt ýmsum stjórnunarstöðum innan kúbanska stjórnkerfisins.