*

mánudagur, 21. janúar 2019
Innlent 7. júní 2018 12:05

Eimskip heldur áfram að lækka

Hlutabréfaverð í Eimskip hefur lækkað um 3,61% í viðskiptum dagsins.

Ritstjórn
Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipa.
Haraldur Guðjónsson

Hlutabréfaverð í Eimskip hefur lækkað um 3,61% í viðskiptum dagsins. Eimskip barst í gær andmælabréf frá Samkeppniseftirlitinu vegna rannsóknar á mögulegu samráði félagsins við Samskip. Viðskiptablaðið greindi nánar frá málinu í morgun. 

Lægst fór gengi bréfa Eimskips í 186,5 krónur per hlut í viðskiptum í morgun. Gengi bréfana stendur nú í 187 krónur per hlut. 

Stikkorð: Eimskip