*

þriðjudagur, 22. janúar 2019
Innlent 31. ágúst 2018 16:30

Eimskip lækkaði um 1,52%

Verð á hlutabréfum í Eimskip lækkaði um 1,52% í 224 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands
Haraldur Guðjónsson

Verð á hlutabréfum í Eimskip lækkaði um 1,52% í 224 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Í gærkvöldi birti fyrirtækið uppgjör sem sýndi að hagnaður fyrirtækisins væri 575 milljónir á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Til samanburðar nam hagnaðurinn 612 milljónum króna á sama tímabili í fyrra.

Dagurinn í Kauphöllinni í dag var heldur rauður en um 12 félög lækkuðu í viðskiptum dagsins. Þau félög sem lækkuðu mest auk Eimskipa voru Icelandair, VÍS, TM, Sjóvá og HB Grandi.

Þrjú félög hækkuðu í viðskiptum dagsins en það voru Raginn sem hækkaði um 1,44% í 226 milljóna króna viðskiptum, EIK sem hækkaði um 0,56% í 25 milljóna króna viðskiptum og Arion sem hækkaði um 0,11% í 213 milljóna króna viðskiptum.

Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 0,47% í viðskiptum dagsins. Heildarveltan í Kauphöllinni nam 1.576 milljónum króna.