

Íslenska súkkulaðigerðin Omnom hlaut fjölda verðlauna á Evrópukeppni súkkulaðiframleiðenda, sem er hluti af Aljóðlegu súkkulaðiverðlaununum (e. International Chocolate Awards).
Omnom hlaut alls ellefu verðlaun, þar af fimm gullverðlaun. Omnon súkkulaði með lakkrís og sjávarsalti fékk meðal annars gullverðlaun í sínum flokki, sem og nýjasta afurð Omnon „Black n' Burnt Barley" en það súkkulaði kom í verslanir síðasta vor.
„Þetta er svolítið eins og að vinna EM í súkkulaði," segir Kjartan Gíslason, súkkulaðigerðarmaður. „Við erum ótrúlega hamingjusöm og hrærð yfir þessum mikla heiðri. Svona verðlaun eru mikil viðurkenning fyrir ungt og íslenskt fyrirtæki."
Listi yfir verðlaun:
Mikrólögun – Hreint/ Unnið úr upprunabaun - mjólkursúkkulaði
Bragðbætt hvítt súkkulaði
Viðbætt hvítt súkkulaði (t.d. hnetur, súkkulaði, karamella)
Míkrólögun – Hreint/upprunabaun mjólkursúkkulaði
Míkrólögun – Hreint/upprunaland dökkt súkkulaði
Hreint/upprunaland dökkt mjólkursúkkulaði (Sem inniheldur 50% kakó eða meira)
Viðbætt mjólkursúkkulaði (t.d hnetur, súkkulaði, karamella)