Erlend lán stóru viðskiptabankanna eru um 6% af öllum lánum þeirra og um 3% af heildareignum fjármálakerfisins. Fjármálaeftirlitið setur bönkunum ekki tiltekin mörk um heildarumfang erlendra lána.

Áhætta vegna erlendra lána er á hinn bóginn metin reglubundið og viðeigandi kröfur gerðar til áhættumildunar, að því er fram kemur í svari stofnunarinnar við fyrirspurn blaðsins. Fjármálaeftirlitið telur umfang erlendra lánveitinga nú ekki vera slíkt að það teljist vera ógn við fjármálastöðugleika.

Það þarf kannski ekki að koma á óvart sé litið til þess að íslensku bankarnir eru enn sem komið er mjög staðbundnir miðað við stærstu bankana í löndunum í kringum okkur. Norski bankinn DnB er með um 39% af útlánasafni sínu utan Noregs, en þess má geta að norska ríkið á 34% hlut í bankanum.

45 prósent af útlánasafni Danske Bank er utan Danmerkur. Þá eru 35% af útlánasafni breska stórbankans RBS utan Bretlands, en breska ríkið á 73% í RBS.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .