Fimmtudagur, 26. nóvember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Evrukreppan send í sumarfrí

Andrés Magnússon
11. ágúst 2012 kl. 14:21

Helstu höfuðborgir Evrópu tæmast nánast í ágústmánuði, þegar flestir taka sér sumarleyfi. Þá er vinsælt hjá embættismanna- og bankafyrirfólki álfunnar að halda suður á bóginn til þess að sóla sig við strendur Miðjarðarhafsins og slaka á. Nú eða halda á vi

Grikkland er orðið aukaatriði í evrukreppunni en augu manna beinast að Spáni. Stóra spurningin liggur samt á Ítalíu.

Á evrusvæðinu hefur nú enn verið lengt í snörunni og sá gálgafrestur er lengri en ella vegna þess að embættismannakerfið er allt farið í sumarfrí. Eftir sem áður situr við sama og menn bíða þess í ofvæni hver verður fyrstur til þess að depla auga í þeim háskapóker, sem fjármálalíf Evrópu kann að ráðast af á næstu mánuðum. 

Hvort Grikkland hangir inni á evrusvæðinu eða ekki er orðið aukaatriði. Það er fátt sem bendir til þess að Grikkir geti verið þar áfram, því þó að þeir vilji það svo gjarnan hafa þeir ekki staðið við sinn hluta samkomulags þar um og raunar vafasamt að þeir hafi til þess burði. Það segir sína sögu að Jean-Claude Juncker, formaður fjármálaráðherraráðs evrusvæðisins, játti því á mánudag, að Grikkir gætu kastað evrunni. Hann taldi það óæskilegt en sagði að evrusvæðið myndi ráða við það. 

Stóra spurningin þessa dagana er hins vegar hvað verður um Spán, en þar að baki býr spurningin hvað verði um Ítalíu og evrusvæðið allt. 

Mario Draghi, Seðlabankastjóri Evrópu, sagði á dögunum að bankinn myndi láta einskis ófreistað til þess að verja evruna. Markaðir lásu sennilegast fullmikið í þau orð, því Super-Mario lét fylgja að bankinn myndi láta einskis ófreistað, svo framarlega sem það rúmaðist innan heimilda bankans. 

 

Nánar er fjallað um evrusvæðið og skuldavandann þar í erlendri fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.Allt
Innlent
Erlent
Fólk