*

mánudagur, 20. ágúst 2018
Innlent 12. október 2017 18:33

Fáfnir tapar 245 milljónum

Í byrjun ársins rifti skipasmíðastöðin Hayvard Ship Technology samningi við Fáfni Offshore.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Félagið Fáfnir Offshore hf. tapaði  18,5 milljónum norskra króna, um 245 milljónum íslenskra króna á árinu 2016. Félagið tapaði hins vegar 137 milljónum norskra króna árið 2015 eða um 1,8 milljarði íslenskra króna.

Tekjur af rekstri félagsins námu 47,8 milljónum norskra króna árið 2016 en rekstrargjöld voru 50,5 milljónir. Fjármagnskostnaður félagsins var 15,8 milljónir í fyrra.

Félagið hefur ekki siglt lygnan sjó undanfarið. Þannig rifti skipasmíðastöðin Hayvard Ship Technology samningi við félagið í blábyrjun þessa árs um smíði á þjónustuskipi fyrir fimm milljarða króna, sem nýta átti til að þjónusta olíuborpalla. Fyrirtækið ákvað því að afskrifaði skipið því niður í núll ár árunum 2015 og 2016. Í ágúst á síðasta ári breyttu svo eigendur breytanlegra skuldabréfa bréfum sínum í B-hlutabréf í félaginu.