*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 2. júlí 2014 11:40

Fimm menn taka til starfa hjá Kolibri

Þrír hugbúnaðarsérfræðingar, einn hönnuður og einn rekstrarstjóri hafa tekið til starfa hjá Kolibri.

Ritstjórn
Haukur Sveinsson nýr rekstrarstjóri Kolibri.
Aðsend mynd

Fimm nýir starfsmenn hafa tekið til starfa hjá stafræna vöruþróunarfyrirtækinu Kolibri. Þrír hugbúnaðarsérfræðingar, einn hönnuður og einn rekstrarstjóri. Kolibri er með höfuðstöðvar á Laugavegi 26. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Davíð Brandt er með B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur áður unnið hjá m.a. OZ, CCP, Marimo, Networked Anternate Reality Creations og Aegos auk þess sem hann stofnaði fyrirtækið Giosk.

Þröstur S. Eiðsson er tölvunarfræðingur úr Háskólanum í Reykjavík. Hann starfaði áður hjá Friðriki Skúlasyni ehf. og Point Transactions Systems á Íslandi.

Högni Gylfason er hugbúnaðarsérfræðingur og forritari og hefur unnið á sviði hugbúnaðar frá árinu 2000. Hann hefur áður starfað hjá Gæðamiðlun, Atom 01 og Vátryggingafélagi Íslands.

Helgi Páll Einarsson er grafískur hönnuður sem lauk námi í Listaháskóla Íslands árið 2007. Frá útskrift hefur hann starfað sjálfstætt og á auglýsingastofum en síðast gegndi hann stöðu „interactive art director“ hjá ENNEMM.

Haukur Sveinsson hefur tekið við starfi rekstrarstjóra Kolibri en hann útskrifaðist með B.A.-gráðu í stjórnmálafræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands árið 2011 og lauk meistaranámi í stjórnun í skapandi fyrirtækjum frá University of Warwick í Bretlandi árið 2013. Haukur starfaði hjá Tryggingamiðstöðinni á árunum 2006-2009 auk þess að starfa plötusnúður og umboðsmaður hljómsveita 2006-2011. Frá 2012 hefur Haukur starfað sem sjálfstæður ráðgjafi á sviði viðskiptaþróunar og markaðsmála.

Um Kolibri

Kolibri varð til eftir sameiningu Form5 og Spretts. Form5 vann til allra helstu vefverðlauna sem veitt voru hér á landi í fyrra fyrir vef Nikita Clothing, og var hann þ.m.t. valinn besti vefurinn á SVEF, vefur ársins á NEXPO og hlaut Form5 verðlaun FÍT fyrir best hönnuðu vefsíðuna. Þar að auki hlaut Kolibri nýverið alþjóðlegu Umbraco hönnunarverðlaunin fyrir nýjan vef 66°N.

20 forritari og hönnuður starfa hjá Kolibri á Laugavegi 26 í Reykjavík. Fyrirtækið sérhæfir sig í að hanna og þróa stafrænar upplifanir fyrir viðskiptavina sína.

Á meðal viðskiptavina Kolibri eru Vodafone, Össur, 66°Norður, Tryggingamiðstöðin, Nikita Clothing,  Nova, Sjóvá, Eimskip og Salomon. Fyrirtækið dregur nafn sitt af kólíbrífuglinum sem er eitt best hannaða dýr fuglaríkisins og ástríðutákn ýmissa menningarheima.

Davíð Brandt 

Helgi Páll Einarsson 

Þröstur S. Eiðsson

Högni Gylfason

Stikkorð: Kolibri
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim