Fjögurra manna fjölskylda í Indlandi kvaðst skulda indverska ríkinu 2 trilljónir rúpía eða því sem jafngildir um 3.123 milljarða króna á gengi dagsins í dag. Málið komst upp vegna þess að indverska fjármálaráðuneytið hrundi af stað aðgerð til þess að koma í veg fyrir skattsvik. CNN greinir frá. Fjölskyldan óskaði þó eftir því að fá undanþágu frá skattgreiðslum til ríkisins.

Herferð indverskra stjórnvalda kveður á um að þeir sem skulda ríkinu skatt, geti átt 55% af auð sínum ef að þau gefa upp til skatts.

Þessi gífurlega háa upphæð er í raun þrisvar sinnum hærri en samanlögð upphæð allra aðra sem tóku þátt í þessari nýju herferð og gáfu upp skatta sína. Upphæðin er einnig hærri en auður ríkasta manns Indlands, Mukesh Ambani, sem á 22,7 milljarða dollara.

Í Indlandi borgar einungis 2 prósent íbúa tekjuskatt og herferð Modi, forsætisráðherra Indlands, hefur að mestu snúist um það að koma í veg fyrir skattsvik. Áætlað er að indverska ríkið tapi milljörðum dollara í tekjur á hverju ári.

Það er óljóst hvers vegna Abdul Razzaque Mohhamed Sayed ásamt systur sinni, konu og syni skuldi þessa ótrúlega háu upphæð í skatt. Indverska ríkið hefur þó hafnað umsókn fjölskyldunnar um að fá undanþágu frá skattgreiðslu.