*

mánudagur, 27. maí 2019
Innlent 15. nóvember 2018 17:00

Framkvæmdastjóraskipti hjá Origo

Gunnar Zoëga, framkvæmdastjóri viðskiptaframtíðar Origo, hefur beðist lausnar frá störfum.

Ritstjórn
Gunnar Zöega, fráfarandi framkvæmdastjóri viðskiptaframtíðar hjá Origo.
Aðsend mynd

Gunnar Zoëga, framkvæmdastjóri viðskiptaframtíðar Origo, hefur beðist lausnar frá störfum að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Gunnar hefur starfað um langa hríð hjá Origo og fyrirrennurum þess, Nýherja og Skyggni,

  Gunnar mun láta af störfum á næstu vikum en verður félaginu innan handar næstu mánuði að því er segir í tilkynningunni. Málefni sviðsins munu heyra tímabundið undir Finn Oddsson, forstjóra félagsins

„Gunnar hefur ávallt náð góðum árangri í þeim verkefnum sem hann hefur tekið sér fyrir hendur og átt stóran þátt í stefnumótun og árangursríkum umbreytingum Origo síðustu ár. Það er eðli máls samkvæmt mikill missir fyrir okkur að sjá á eftir Gunnari og hans starfskröftum en um leið fögnum við því að sjálfsögðu að hann fái tækifæri til að takast á við ný og spennandi verkefni.  Um leið og ég þakka honum frábært samstarf, óska ég honum alls hins besta í þeim verkefnum sem framundan eru,“ er haft eftir Finni í tilkynningunni.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim