*

sunnudagur, 20. janúar 2019
Innlent 12. september 2018 18:03

Framkvæmdastjóri hjá AGS flytur erindi

Poul Thomsen, framkvæmdastjóri Evrópudeildar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, flytur erindi í Eyri í Hörpu laugardaginn 15. september.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Poul Thomsen, framkvæmdastjóri Evrópudeildar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, flytur erindi í Eyri í Hörpu laugardaginn 15. september kl.15:00 en þann dag verða tíu ár liðin frá falli Lehman Brothers.

Að erindinu loknu mun Thomsen taka við spurningum úr sal.

Erindi Thomasar nefnist: Iceland's Successful Stabilization Program and Role of the IMF.

Poul Thomsen hefur verið framkvæmdastjóri Evrópudeildar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins síðan í nóvember 2014. Áður starfaði hann meðal annars sem formaður sendinefnda sjóðsins í samningum við ýmis lönd um lánafyrirgreiðslu frá sjóðnum, svo sem Grikkland og Portúgal, og hann fór fyrir sendinefnd sjóðsins í samningum við íslensk stjórnvöld haustið 2008. 

Í erindi sínu mun hann fjalla um reynsluna af efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.