Garðar Steinn Ólafsson hdl. og Björgvin Halldór Björnsson hafa bæst við eigendahóp Lögfræðistofu Reykjavíkur. Meðeigendur LR eru nú ellefu talsins, þar af eru fjórir Hæstaréttarlögmenn.

Garðar Steinn Ólafsson útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands með embættispróf í lögfræði árið 2012. Hann starfði meðfram námi fyrir úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála og Lögfræðistofu Reykjavíkur. Eftir útskrift starfaði hann hjá Löggarði. Hann fékk réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi í maí 2013 en þá hóf hann sjálfstæðan rekstur.

Auk þess að veita almenna lögmannsþjónustu hefur Garðar Steinn m.a. sérhæft sig í stjórnsýslurétti, vinnurétti, mannréttindum, persónuvernd, réttarvernd borgara gagnvart ríkisvaldi og verjendastörfum.

Björgvin útskrifaðist Magister Juris frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2008. Hann hefur svo starfað sem héraðsdómslögmaður frá árinu 2009. Björgvin er með meistaragráðu í alþjóðalögum frá University of Miami School of Law, og meistaragráðu í evrópskum viðskiptarétti frá Lunds Universitet, 2015.  Auk þess er hann löggiltur fasteignasali.

Björgvin hefur þá einnig starfað sem lögmaður fyrir Fjármálaeftirlitið, hjá Lögmönnum Laugardal, Íslensku lögfræðistofunni og nú sem meðeigandi Lögfræðistofu Reykjavíkur.