Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna hefur nú gefið grænt ljós á yfirtöku bjórframleiðandans Anheuser-Busch InBev NV á SABMiller Plc. Um er að ræða eina stærstu yfirtöku í matvælageiranum frá upphafi, en um er að ræða 101 milljarða dala viðskipti. Fyrirtækið þarf nú einungis af fá samþykki frá kínverskum yfirvöldum, þar sem SABMiller á vörumerki í Asíu.

AB InBev NV er nú þegar stærsta brugghús veraldar, en með kaupunum vilja þeir styrkja stöðu sína á nýmörkuðum eins og Suður Ameríku og Afríku. Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna, samþykkti yfirtökuna á þeim skilyrðum að AB InBev myndi selja ákveðin vörumerki út úr SAB Miller samsteypunni. Þannig á að auka samkeppni á ákveðnum sviðum markaðsins.