*

föstudagur, 15. febrúar 2019
Erlent 10. febrúar 2014 12:57

Gengi Bitcoin fellur

Rússar vilja hefta útbreiðslu Bitcoin sem rafeyris.

Ritstjórn
None

Gengi rafeyrisins Bitcoin féll um 16% á markaði í dag eftir að bilun kom upp í einum af helstu kerfum sem höndlar með myntina í Japan. Bilunin gerði það að verkum að ekki var mögulegt að eiga viðskipti með Bitcoin sem gjaldmiðil. 

Breska dagblaðið Financial Times segir á vef sínum um málið að klúðrið í Japan geri lítið til að bæta stöðu Bitcon sem gjaldmiðils. Þvert á móti bætist vandinn við yfirlýsingu stjórnvalda í Rússlandi þess efnis að þau ætli að hamla framgangi Bitcoin og að þeir sem noti myntina séu að brjóta lög. 

Stikkorð: Bitcoin