*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 21. júní 2018 17:01

Gengi bréfa Icelandair hækkar mikið

Gengi bréfa Icelandair hefur samtals hækkað um 14,6% síðan á mánudaginn í síðustu viku.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Eftir miklar hækkanir síðustu rúmu vikuna, lækkuðu bréf Icelandair í viðskiptum dagsins í kauphöll Nasdaq. Gengi bréfa félagsins hefur samtals hækkað um 14,6% síðan á mánudaginn í síðustu viku.

Hlutabréfaverð í Arion banka hækkaði mest í kauphöllinni í dag eða um 0,12% í rúmlega 1,7 milljarða króna viðskiptum. Gengi annara félaga í kauphöllinni lækkaði eða stóð í stað.

VÍS lækkuðu mest eða um 3,22% í 54 milljóna króna viðskiptum. En eins og Viðskiptablaðið greindi frá í gær sendi félagið frá sér afkomuviðvörun í gær. Næst mest lækkaði Sjóvá um 1,97%.

Úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkaði um 0,71% í viðskiptum dagsins.

Stikkorð: Kauphöll Icelandair Nasdaq
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim