Gengi hlutabréfa Teslu féllu umtalsvert í dag eftir að hafa náð methæðum í gær. Að mati greiningaraðila þá mun það að öllum líkindum taka lengri tíma fyrir rekstrarmódel Teslu að verða arðbært — en stjórnendur fyrirtækisins höfðu ráðgert. Philippe Houchois hjá Jefferies Group gaf Tesla félaginu laka einkunn í nýjasta mati Jefferies og telur að þrátt fyrir að framtíðarsýn Teslu sé mögnuð, þá var það mat greiningaraðilans að það væri enn langt þar til að rekstrarmódel fyrirtækisins yrði arðbært. Um málið er fjallað í frétt Reuters .

Hlutabréfaverð félagsins féll um 2,17 prósentustig í dag og var lokunargengi þeirra 376,74 Bandaríkjadalir, eftir að það hafði náð methæðum eftir lokun markaða í gær. Matsgengi Jefferies Group á Teslu var 280 Bandaríkjadalir, sem er vel undir mati annarra greiningaraðila í fyrirtækinu. Þrátt fyrir það virðast fjárfestar á Wall Street hafa umtalsverða trú á hugmyndum Elon Musk, en gengi hlutabréfa félagsins hefur hækkað um 83 prósentustig frá áramótum.

Allra svartsýnustu gagnrýnendur benda þó á að áhættuhegðun Musk og mikil eyðsla gæti leitt til þess að stærri bílaframleiðandi myndi taka yfir rekstur fyrirtækisins. Samkvæmt úrtaki Reuters þá eru átta greiningaraðilar jákvæðir í garð Tesla, en átta neikvæðir.