*

föstudagur, 21. september 2018
Innlent 13. september 2012 08:25

Gengur á gulum góðgerðarklossum

Næstkomandi laugardag halda starfsmenn Marel um allan heim fjáröflunardaginn Tour De Marel. Tvær milljónir hafa þegar safnast.

Ritstjórn
Hleð spilara...

Það getur varla verið auðvelt að ferðast þrjá kílómetra á stórum, gulum klossum. Það ætlar Ingólfur Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðsmála hjá Marel, þó að láta sig hafa ef hann nær að safna nægilega miklu á fjáröflunardeginum, Tour de Marel, sem fram fer laugardaginn 15. september næstkomandi.

Starfsmenn Marel á Íslandi ætla að safna fyrir Krabbameinsfélagið. Val á félaginu má meðal annars rekja til starfsfélagans Einars Sveinbjörnssonar en nokkrum dögum eftir að hann hóf störf hjá fyrirtækinu greindist hann með krabbamein í lifur. Hann hefur síðan hlotið meðferð og er við góða heilsu í dag. Nánar er fjallað um sögu Einars í vefsjónvarpi Marel sem skoða má hér

VB sjónvarp leit við á Bootcamp æfingu hjá nokkrum þátttakenda í Tour De Marel.

Stikkorð: Marel Tour De Marel