Miðvikudagur, 25. nóvember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gengur á gulum góðgerðarklossum

13. september 2012 kl. 08:25

Hleð spilara...

Næstkomandi laugardag halda starfsmenn Marel um allan heim fjáröflunardaginn Tour De Marel. Tvær milljónir hafa þegar safnast.

Það getur varla verið auðvelt að ferðast þrjá kílómetra á stórum, gulum klossum. Það ætlar Ingólfur Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðsmála hjá Marel, þó að láta sig hafa ef hann nær að safna nægilega miklu á fjáröflunardeginum, Tour de Marel, sem fram fer laugardaginn 15. september næstkomandi.

Starfsmenn Marel á Íslandi ætla að safna fyrir Krabbameinsfélagið. Val á félaginu má meðal annars rekja til starfsfélagans Einars Sveinbjörnssonar en nokkrum dögum eftir að hann hóf störf hjá fyrirtækinu greindist hann með krabbamein í lifur. Hann hefur síðan hlotið meðferð og er við góða heilsu í dag. Nánar er fjallað um sögu Einars í vefsjónvarpi Marel sem skoða má hér

VB sjónvarp leit við á Bootcamp æfingu hjá nokkrum þátttakenda í Tour De Marel.Allt
Innlent
Erlent
Fólk