*

fimmtudagur, 19. júlí 2018
Innlent 9. september 2017 13:25

Getur ekki upplýst um viðskipti ESÍ

Leynd hvílir yfir viðskiptum ESÍ þar sem þær varða hagsmuni viðskiptamanna þess og dótturfélaga.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Stór hluti þeirra upplýsinga sem Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, óskaði eftir í ítarlegri fyrirspurn um ESÍ fellur undir bankaleynd og verða þær því ekki veittar. Viðskiptablaðið greindi frá því í sumar að Sigurður Ingi hafi óskað eftir upplýsingunum og þurft að bíða þeirra töluvert lengur en lög gera ráð fyrir.

Í svari Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við fyrirspurninni segir meðal annars: „stór hluti þeirra upp­lýs­inga sem fyr­ir­spurnin bein­ist að eru bæði þess eðlis og efnis að þær varða hagi við­skipta­manna ESÍ og dótt­ur­fé­laga þess (og þar með Seðla­banka Íslands) og ekki síður mál­efni bank­ans sjálfs. Þar af leið­andi telj­ast þær ekki til opin­berra upp­lýs­inga og um þær ríkir þagn­ar­skylda

Svarið birtist á vef Alþingis í gær og má lesa hér.

Í því segir meðal annars að eignir ESÍ hafi verið umfangsmiklar eftir hrun, um 490 milljarðar árið 2009 en var 42,7 milljarðar í lok síðasta árs.

Í svarinu segir að Seðlabankinn hyggist birta á næsta ári skýrslu um ESÍ og meðferð eigna þess.