Gísli Freyr Valdórsson hefur tekið við ritstjórn Þjóðmála, tímarits um stjórnmál og menningu. Nú er fyrsta tölublaðið undir handleiðslu Gísla Freys komin út.

Áður var Þjóðmálum stýrt af Óla Birni Kárasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Hann hætti sem ritstjóri þegar hann tók sæti á þingi eftir kosningarnar í fyrra.

Gísli Freyr var áður aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og var þar áður blaðamaður á Viðskiptablaðinu.