*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 21. mars 2014 10:00

Guðmundur Franklín á leið til Danmerkur

Stofnandi Hægri grænna ætlar að reka hótel á Borgundarhólmi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Athafnamaðurinn Guðmundur Franklín Jónsson er skilinn og ætlar að flytja af landi brott. Áfangastaðurinn er Gudhjem á Borgundarhólmi en þar ætlar hann að reka lítið hótel við sjávarsíðuna. Guðmundur segir í viðtali við helgarblað DV hótelrekstur það sem hann kunni og muni hann ýta sumarið til að læra dönsku. Í haust ætlar hann svo að setjast á skólabekk. 

Guðmundur var sem kunnugt er umsvifamikill í fjármálalífinu á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir að netbólan sprakk fluttist hann til Tékklands og rak þar um tíma hótel. Hann stofnaði flokkinn Hægri græna, sem bauð fram í síðustu þingkosningunum. Skömmu fyrir kosningar kom í ljós að Guðmundur var enn með lögheimili erlendis. Hann flutti það of seint og var ekki kjörgengur.