*

föstudagur, 26. apríl 2019
Fólk 11. janúar 2017 10:57

Guðríður Svana nýr rekstrarstjóri Marorku

Svana er nýr rekstrarstjóri (COO) Marorku og hefur tekið sæti í framkvæmdastjórn félagsins.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Guðríður Svana Bjarnadóttir hefur gengið til liðs við Marorku sem rekstrarstjóri (COO). Svana hefur tekið sæti í framkvæmdastjórn félagsins og mun sinna starfsemi þess á Íslandi ásamt verkefnum tengdum samningagerð, lögfræðilegum málefnum og fjármálum starfseminnar á alþjóðavísu.

Svana er lögfræðingur að mennt, með bakgrunn í fjármálum og viðskiptum, en hún lauk framhaldsnámi í alþjóðlegum skattarétti  og viðskiptum frá New York University School of Law. Síðastliðin ár hefur hún starfað sem yfirlögfræðingur hjá Advania. Þar áður var hún   m.a. lögfræðingur hjá Slitastjórn Kaupþings, ráðgjafi hjá KPMG New York og lögfræðingur hjá skattrannsóknarstjóra.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim