*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 19. júlí 2018 09:39

Hætta að birta hluthafalista

Eitt skráð hlutafélag, fasteignafélagið Reginn, hefur tekið listann yfir tuttugu stærstu hluthafa úr birtingu á heimasíðu sinni.

Ritstjórn
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar
Haraldur Guðjónsson

Kauphöllin hefur ákveðið að hætta að birta og senda út lista yfir 20 stærstu hluthafa í þeim hlutafélögum sem eru með hlutabréf sín í viðskiptum á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu

Ákvörðunin er tekin með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum en Kauphöllin telur að útsending og birting listans með núverandi fyrirkomulagi uppfylli ekki skilyrði laganna. Félögin geta þó sjálf birt listana á heimasíðum sínum kjósi þau að gera svo. 

Áfram verð þó sendar út tilkynningar um viðskipti fjárhagslega tengdra aðila og um það þegar eignarhlutir í félögum fara yfir tiltekin mörk. Þær upplýsingar séu birtar í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti.

Eitt skráð hlutafélag, fasteignafélagið Reginn, hefur tekið listann yfir tuttugu stærstu hluthafa úr birtingu á heimasíðu sinni.