*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Erlent 6. ágúst 2018 17:02

Hagnaður Berkshire eykst

Berkshire Hathaway hagnaðist um tæplega sjö milljarða dollara á öðrum ársfjórðungi þessa árs.

Ritstjórn
epa

Berkshire Hathaway samsteypan sem stjórnað er af stofnandanum og stærsta eigandanum Warren Buffett hagnaðist um 6,9 milljarða dollara á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Hagnaður fyrirtækisins jókst um 67% frá sama ársfjórðungi í fyrra að því er kemur fram í frétt Reuters.

Hagnaður á hlut A-bréfa fyrirtækisins nam 4.190 dollurum sem var töluvert betra hærra en meðaltal greiningaraðila hafði gert ráð fyrir. Gerði meðaltal greiningaraðila ráð fyrir að hagnaður á hlut myndi nema 3.387 dollurum. Handbært fé Berkshire nam 111,1 milljarði dollara í lok fjórðungisns en fjárfestingar námu rétt rúmum 6 milljörðum dollara.

Fjárfestar tóku vel í uppgjör félagsins og hefur hlutabréfaverð þess hækkað um ríflega 3% það sem af er þessum degi. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim