*

föstudagur, 24. maí 2019
Erlent 9. maí 2019 15:30

Hagnaður Emirates fellur um 70%

Hátt eldsneytisverð helsta ástæðan þess að flugfélagið Emirates skilar verstu afkomu í 31 ár.

Ritstjórn
Emirates flugfélagið er með höfuðstöðvar sínar í Dubai.

Hagnaður flugfélagsins Emirates nam 237 milljónum dollara, sem jafngildir 29 milljörðum íslenskra króna, en hagnaður félagsins hefur ekki verið minni í 31 ár.  Rekstrarkostnaður jókst um 8%, aðallega vegna 22% hækkunar á eldsneytisverði. 

Hátt gengi bandaríska dollarans bitnaði ill á félaginu, en kostnaður félagsins er að mestu í dollurum á meðan tekjur eru í gjaldmiðlum sem standa hlutfallslega veikt gagnvart dollara. 

Flugfélagið er hluti af Emirates Group samstæðunni sem skilaði 631 milljón dollara hagnaði á árinu, sem er samdráttur upp 44% frá fyrra ári. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim