*

mánudagur, 23. október 2017
Innlent 11. júlí 2012 12:31

Hermanni hjá N1 sagt upp - Eggert í HB Granda tekur við

Stjórn N1 tilkynnti Hermanni Guðmundssyni um uppsögnina í morgun. Hann hætti samstundis. Nýr forstjóri tekur við í september.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
Haraldur Guðjónsson

Eggert Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn forstjóri olíuverslunarinnar N1. Hann tekur við starfinu af af Hermanni Guðmundssyni. Greint var frá því í morgun að Eggert ætli að hætta hjá HB Granda um mánaðamótin. Hann tekur við forstjórastólnum hjá N1 þann 1. september næstkomandi. 

Eftir því sem Viðskiptablaðið kemst næst tilkynnti stjórn N1 Hermanni um uppsögnina í morgun. Hann hætti samstundis. Boðað var til starfsmannafundar hjá fyrirtækinu í kjölfarið. Enginn sest í forstjórastólinn þar til Eggert kemur.

Fram kemur í tilkynningu frá N1 að talsverðar breytingar hafi orðið á eignarhaldi N1 á undanförnum mánuðum og misserum. Framtakssjóður Íslands á 45% hlut í N1, Íslandsbanki á 25% og Lífeyrissjóður verslunarmanna 10% hlutafjár. 

Hermann Guðmundsson hefur verið forstjóri N1 frá því nýir eigendur tóku við fyrirtækinu árið 2006. Hann var áður framkvæmdastjóri Bílanausts frá árinu 2002.

Stikkorð: N1 Hermann Guðmundsson